þriðjudagur, febrúar 20

Hvað


Ég sagði við mig rétt í þessu: Hvað var ég að gera?. Ég hafði skotist fram í eldhús og sett kaffi í könnu og hana á hellu. Svo kom ég aftur að skrifborðinu og þá rann upp fyrir mér að ég hafði svifið sem í draumi (reyndar dreymdi mig núna í morgunlögninni að ég hefði krókódílaskolt um hálsinn). Hvað var ég að gera? Ég leitaði vísbendinga á skjánum, fremsti glugginn var já.is. Það var afgreitt. Svo mundi ég það. Ég hafði verið að tala af miklum móð um formöt og nákvæmni. Muninn á DVCAM og HD, Mpeg-tveimur og fjórum. Dælt er heima hvað.

1 Comments:

Blogger gulli said...

en krókódílaskolturinn er fyrirboði um félagslega viðurkenningu!
vissiru það ekki?

23:53  

Skrifa ummæli

<< Home