mánudagur, desember 12

Ég bara verð að viðurkenna það og deila með ykkur að blessað lífið er dásamlegt. Kyoto bókunin bíður en mengunin er falleg í London í dag. Í gær sá ég litla stúlku kíkja út um skotgat á rúðu, en það var í bandarískri heimildamynd tekin í sexþúsund kílómetra og tíu ára fjarlægð. Hér er enginn slíkur napurleiki; þvert á móti. Það sprakk reyndar olíuvinnslustöð í fyrri nótt, en það var fyrir norðan. Við erum í suðrinu. Þetta er allt spurning um stað og stund, og fyrir mig er hvort tveggja rétt upp á hár. Ég gæti trúað að mér líði ekki ósvipað og Lennon þegar hann prílaði upp stigann hennar Yoko og las á miðann. Gleraugu hans eru metin á eitthundrað milljónir punda.
Um daginn datt mér í hug að teikna myndir. Fyrrum var það fjarlægur draumur en í dag sit ég undir vegg prýddum sex glimrandi teikningum hvar fínleg geómetría tvinnast við fíguratívan einfaldleika. Þær eru börnin mín í bili, skjól mitt og næring. Allt þetta á nokkrum rjómalituðum A5 blöðum. Myndirna bera þess glöggt vitni að sá sem stendur keikur þegar veröldin hrynur allt í kring færist upp á við.
Mér hefur dottið fleira í hug undanfarið. Það eru órar og fela yfirleitt í sér þróun einhvers hæfileika sem ég tel mig hafa eða geta gert mér upp. Mig langar að læra japanska matargerð og tala þýsku, frönsku, japönsku, spænsku og latínu. Mig langar líka að læra að teikna byggingar og smíða trébáta. Svo væri ekki ónýtt að geta teflt af einhverju viti og kannski glímt við skemmtilegar stærðfræðiþrautir. Svo fékk ég mannfræðilega bissnesshugmynd. Þessi auglýsing mun birtast í öllum helstu miðlum innan skamms:



"Donuts. Is there anything they can't do?

Homer Simpson

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home