mánudagur, desember 12

Sóðalegar sonnettur

Eftirfarandi sonnettur þýddi ég úr ensku fyrir fyrirlestur um erótík í listum. Frummálið er ítalska og sonnettunum fylgdu myndir sem ég hef nú gleymt hver gerði en ef ég man rétt er þetta hin eigulegasta bók með um hundrað klúrum sonnettum og myndum.


SONNET 1

Hann:
Ríðum ástin, ég vil bara ríða
fyrst við fæddumst til að sinna slíku;
þú dáist að typpi, ég að píku.
Hver er heimsins rót ef ekki blíða?

Ef kynlíf þætti siðsamlegt hjá látnum manni,
með réttu við til dauða okkur riðum.
Í sæng með Evu´og Adam við svo liðum;
sem skammarlega hurfu´ úr lífsins ranni.

Hún:
Hefði ginkeypt parið getað forðast
epli forboðið úr garði drottins
Elskendur til fulls nú hefðu elskast.

En hættum masi, rennd´ inn kóngi lífsins
Af þrýsting megi hjarta´ og sálin kremjast
hvers limir dansa eftir höfði lóksins.

Hann:
                        Einnig eistunum -
skal hleypa inn í píku
sem annars bekkja unaðs vitnastúku.


SONNET 2

Hún:
Stingdu fingri´ í boruna, gamli minn,
Þrýstu lóknum innar smátt og smátt,
hagræddu þér, lyftu fæti hátt,
og hindrunarlaust hamraðu´ onum inn.

Þetta´ er þvílík veisla að ég tel
hana´ af heitu hvítlauksbrauði bera.
Líki þér ei píkan, kný bakdyra;
aðgangshörku karlmanns kann ég vel.

Hann:
Í píkuna ég setja ´ann núna fæ
en næst í rassgatið: þá ég læt þar fyrir berast
þú finnur drottins blessun og ég hlæ.

Þeir sem bara´ á framapoti nærast
tíma kasta´ á glæ.
Hið eina markmið er hvar lærin skarast.

                sir Courtier má farast
í bið eftir að sambiðill hans deyji.
Ég orrustur um kynlíf einar heyji.


SONNET 4

Hún:
Þetta fallega typpi, digurt og langt,
sýndu mér, ef unnir þú elskhuga!
Hann:
Ef leggst ég á þig til að athuga
hvort píkan rúmi typpið, væri það þá rangt?

Hún:
“væri það rangt?”, “hvort píka mín rúmi lók?”
Ég það kysi fram yfir mat og dans
Hann:
ef ég leggst á þig með þunga manns
Meiði ég þig. Hún: Rosso færu betur þessi rök

Fleygðu þér í hlýrrar skaut,
kom til mín upp í rúm. Værir Marforio þú,
eða risi, greiðar ég þá gleði æki braut;

ef þú síðan inn í holdsins bú
smyglaðir þessum líka virðulega staut.
Læknar ekki typpi kláða´ í píku? –Jú.

Hann:
                        Glenntu lærin nú.
konur klæddar af háttvísi víst finnast hér
en mér finnst allra best að ríða þér.



"If you couldn't get groupies, we had whores... whatever was going".
John Lennon

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home