mánudagur, október 6

Er Teflon ætt?


Þeir eru ófáir fersentimetrarnir sem ég (milligrammið) hef látið í mig af Tefloni í gegnum tíðina. Í gamla daga skemmti ég mér við lestur heimsmetabókar Guinness þar sem meðal annars var talað um mann sem át farartæki, stór og smá; flugvél, bíll og reiðhjól voru meðal þess sem hann hafði spænt í svarf og sáldrað yfir matinn sinn. Núna var ég að vaska upp stóra Wok pönnu sem í dag er ekki Teflon húðuð nema til hálfs. Hitt höfum við familían étið. Og munar víst um minna í dag. En það væri gaman að vita hvað maður þarf að éta mikið að Tefloni til að vera krýndur heimsmeistari. Líka væri fróðlegt að bera saman Teflon og Melamín sem er mikið notað í eldhúsáhöld en hefur hjá sumum þjóðum ratað í matvæli landsmanna, mörgum þeirra til ólífis. Fer ég að deyja? Hefur DuPont svarið? Ég er allavega að spá í henda þessari pönnu.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home