laugardagur, mars 21

Reynir Pétur, tannmissir og frádráttur/samlagning


Í gær tók ég strætó niðri á Hverfisgötu hvar Ríkey var fyrrum með nafna minn Reyni skælbrosandi úti í glugga. Ég ferðaðist með vagninum yfir í Kópavog alla leið og allan tímann prýddu mig þrjátíuogtvær tennur. Klukkustund síðar fór ég sömu leið til baka en þá með þrjátíuogeina tönn. Og á morgun verð ég þrjátíuogfjögurra. Og vagninn var nr. 1. Reikniði nú!

1 Comments:

Blogger gulli said...

17? er það rétt svar?

11:51  

Skrifa ummæli

<< Home