sunnudagur, janúar 22

Föðurást

Zahnburstinn minn er í Vín. Ég er með honum, en ekki hjá honum eins og er. Hann er sko í Huetteldorf en ég á Schottenfeldgasse. Ég er á Schottenfeldgasse, ég á það ekki. Það á enginn Schottenfeldgasse. Enginn sem skiptir máli allavega. En tannburstinn liggur á bakinu í svolítið krepptri stellingu ekki ósvipað nýbakaðri móður sem býst til að taka við ást og tilgangi lífs síns úr höndum ljósmóður ofaná rúnnuðum handklæðishaldara og voðinn er svo sannarlega vís. Hann er í persónulega hæpnasta jafnvægi sem ég hef búið til. Til að auka enn meir á stressið þá er gólfið ekki svo hreint. Vaskurinn lekur sjáðu til, og í bleytuna sækir skíturinn eins og sannast á Ganges og Thames. Svo ekki sé nú minnst á mýslurnar, blessuð skinnin, þær eru þarna líka. Ég vona bara að engin húsamús týni heilsunni, jafnvel lífinu sjálfu við að verða fyrir tannburstanum mínum, þegar án efs hann fellur. Tannburstinn heitir REACH. Hann nær vel til allra flata tanna minna, að undanskildum þeim sem vísa niður auðvitað. Eða upp, eftir því hvort viðkomandi tönn sé í efri góm eða neðri. Ég get ekki alveg lýst þessu, þetta er töluvert flókið. Það nægir kannski, til að gefa mynd af hve flókið mál þetta er, að segja að ég rétt skil það sjálfur. Ég hugsa um tennurnar mínar, en ef ég hugsaði vel um þær myndi tannburstinn minn ekki vera núna þurr og óbleyttur í hálftíma fjarlægð landfræðilega séð, miðað við opinber samgöngukerfi. Ég sakna hans.
Þegar Anthony Quinn fór til læknis vegna almennrar vanlíðunar sagði læknirinn við hann "Senior Quinn, stop playing Quazimoto!" Herra Anthony var fastur í óhollum karakter. Ég þyrfti að fá tíma hjá þessum lækni.

Bless í bili guðsbörn.

1 Comments:

Blogger Fjalsi said...

guð blessi bilin þín barnið mitt

14:18  

Skrifa ummæli

<< Home