föstudagur, mars 24

Ó, elsku Ísland, bráðum kem ég heim til þín!

mánudagur, mars 20

Ó, elsku Ísland, bráðum kem ég heim til þín!

þriðjudagur, mars 7

London - uppljómun - London

Ég var í París. Ég var líka í Possonaire, sem er smábær 300 km Suð-Austan við Eiffelturninn en líka umkringt crepes, gómsætu sætabrauði, rjúkandi góðum ostum, slefandi ljúffengum kryddpylsum, kúgandi draumkenndu cous-cous og svo mætti lengi telja af lista þeirrar framúrskarandi matarmenningu sem Frakkar hafa komið sér upp. Londrais fölnar í samanburðinum með sínar fitugu búllur, kólesteról matarsprengjur og risaskjái í hverju horni með tilheyrandi bulluskap. Erindið var að hitta Johann, franskan vin minn og Toshi, japanskan vin hans en þeir eru tilvonandi sýningarfélagar á Nýló. Við lítum út fyrir að vera gott tríó. Við hittum líka Virginie, kærustu Johanns sem er nútíma dansari og stórskemmtilega enskumælandi en líka vinkonu hans Fabiolu frá Brasilíu sem ætlar að reyna að þiggja heimboð okkar á Njálsgötuna í ágúst. Eftir þetta ferðalag eigum við Þórunn heimboð til Brasilíu, Bangkok og Hokkaido og auðvitað erum við velkomin til Parísar og Possonaire aftur. Toshi vill bjóða okkur til vina sinna í Bangkok að skoða klaustur og hugleiða með munkum sem hylla minningu Allahan og líka vill hann fá okkur til Hokkaido að skoða まりも eða Kúluskít eins og fyrirbærið heitir enn á íslensku. Ég segi enn, því ég hyggst leggjast í meiriháttar ímyndarvinnu fyrir Kúluskít og gera almennt nafnið Kúlumór í staðinn, enda ekki við hæfi að svo fagurt og dularfullt fyrirbæri, sem hundruðir milljóna manna hinum megin á hnettinum dá og dýrka, sé venslað við einfaldan skít á Íslandi. Jú, reyndar er það bráðfyndið. En Kúlumór skal það samt heita. Eða Sæhnykill.
Nú er ég að vinna í að landa vinnustofudvöl í París fyrir næsta sumar. Ég sá bestu vinnustofu í heimi í París og nú skal róa öllum árum að því að lenda þarna fyrr en seinna. Barnvænt og blessað. En hvað með Vín? kann einhver glöggur lesandi að spyrja, en ég, gerpið sem ég er, spyr á móti: hvað með Vín? Allt er hulið, ekkert víst nema glundroði líðandi stundar.
Eftir þrjár vikur komum við kannski heim. Sennilega.

Góðar stundir


"I wore my extra loose pants for nothing. Nothing!"
                
Homer Simpson